Alma íbúðafélag hf.
Langisjór ehf. hefur keypt allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi hf. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Alma hefur síðustu ár verið í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA Capital Management.
„Alma hefur verið í fararbroddi við mótun á faglegum og traustum leigumarkaði á Íslandi. Jákvæðar breytingar hafa orðið á markaðnum síðustu ár og hafa aðstæður færst nær því sem við þekkjum frá löndunum í kringum okkur. Nú þegar félagið er komið í hendur öflugra langtímafjárfesta með skýra framtíðarsýn gefst okkur tækifæri til að halda áfram að byggja félagið upp með það að markmiði að vera fyrsti kostur þeirra sem kjósa þann sveigjanleika og þau þægindi sem felast í því að leigja húsnæði, en þó með því búsetuöryggi sem fylgir því að eiga húsnæði," segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu. „Núverandi viðskiptavinir ættu ekki að finna fyrir neinum breytingum á þjónustunni með nýju eignarhaldi félagsins."
Alma var fyrst íbúðafélaga á Íslandi til að bjóða upp á langtímaleigusamninga sem tryggja örugga búsetu og verðvernd til allt að sjö ára. Þjónustan hefur mælst afar vel fyrir en frá því að félagið hóf að bjóða upp á þjónustuna vorið 2019 hefur fjórðungur viðskiptavina valið að nýta sér hana. Tæplega 70% viðskiptavina Ölmu hafa leigt íbúð af félaginu í tvö ár eða lengur og samkvæmt nýrri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið eru tæplega 90% viðskiptavina ánægðir með þá þjónustu sem Alma býður upp á.
Langisjór ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf. Þá er fjárfestingarfélagið Brimgarðar ehf. einnig dótturfélag Langasjávar ehf.
„Með kaupunum á Ölmu lítum við til framtíðar. Rekstur og útleiga fasteigna verður áfram kjarnastarfsemi félagsins og á komandi árum ætlum að hjálpa til við að tryggja framboð á hagkvæmu og góðu íbúðarhúsnæði með þátttöku í fasteignaþróun og byggingu fjölbýlishúsa," segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Langasjávar ehf.
Nánari upplýsingar veitir María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri, maria@al.is / s. 774 0604
To view this piece of content from www.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.To view this piece of content from ml-eu.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.
About Globenewswire
Subscribe to releases from Globenewswire
Subscribe to all the latest releases from Globenewswire by registering your e-mail address below. You can unsubscribe at any time.
Latest releases from Globenewswire
Novo Nordisk A/S17.9.2025 23:05:02 CEST | Press release
Novo Nordisk’s oral semaglutide 25 mg (Wegovy® in a pill*) delivered 16.6% weight loss in people with obesity in a newly published study
Biogen Inc.17.9.2025 22:30:05 CEST | Press release
Biogen Receives European Commission Approval for ZURZUVAE® (zuranolone), the First and Only Treatment Approved for Women with Postpartum Depression in Europe
Atico Mining Corporation17.9.2025 22:30:00 CEST | Press release
Atico Signs the Investment Protection Agreement with Government of Ecuador for its La Plata Project
Frontline plc.17.9.2025 22:06:51 CEST | Press release
FRO – Filing of Half Yearly Report
VCI Global Limited17.9.2025 21:00:00 CEST | Press release
VCI Global Initiates Rescission and Cancellation of Shares from QuantGold Transaction, Tightening Capital Structure Following Reverse Split
In our pressroom you can read all our latest releases, find our press contacts, images, documents and other relevant information about us.
Visit our pressroom