Festi hf.
Hagnaður 526 milljónir króna á 4. ársfjórðungi 2020
Helstu niðurstöður
- Framlegð af vöru- og þjónustusölu í 4F 2020 var 5.288 m.kr. samanborið við 5.273 m.kr. í 4F 2019, sem samsvarar 0,3% hækkun milli ára.
- EBITDA nam 1.746 m.kr. á 4F 2020 samanborið við 1.766 m.kr. 4F 2019, sem jafngildir 1,1% lækkun.
- Áhrifa COVID-19 samkomutakmarkana sem komu til á 4F 2020 höfðu umtalsverð áhrif á reksturinn.
- Framlegð af vörusölu var 22,8% á 4F 2020 en framlegðin var 24,8% á 4F 2019
- Framlegð af vörusölu á árinu var 24% samanborið við 23,8% árið 2019
- Kostnaður vegna COVID19 var 153 m.kr. á 4F 2020 og 394 m.kr. á árinu 2020.
- Eigið fé í lok árs 2020 var 29.784 m.kr. og eiginfjárhlutfall 35,7% samanborið við 35,3% í lok árs 2019.
- Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindingar var 29.986 m.kr. í lok 2020 samanborið við 28.011 m.kr. í lok 2019.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Rekstur Festi samstæðunnar á árinu 2020 gekk vel þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður þar sem samkomubönn og sóttvarnarráðstafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin. N1 fann mikið fyrir minni umferð og algjöru hruni í ferðaþjónustunni en þá kom sér vel að þjónustusvæði félagsins er sterkt um allt land og í öllum atvinnugreinum. Kappkostað var að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og enn eitt árið jukust umsvif bílaþjónustu félagsins. ELKO átti sitt besta ár frá upphafi þrátt fyrir að næststærsta verslun félagsins í Leifsstöð væri nánast lokuð í 10 mánuði árið 2020. Þessa velgengni má meðal annars þakka sterkum innviðum vefverslunar ELKO. Festi er einnig stór hluthafi í Dropp sem er í samstarfi við ELKO um afhendingu á vörum á sautján N1 þjónustustöðvum um landið og hefur það hjálpað okkur að tryggja betri þjónustu fyrir viðskiptavini í COVID19 faraldrinum. Umsvif Krónunnar jukust á árinu og var velta félagsins sú mesta frá upphafi. Þar kom einnig Snjallverslun Krónunnar til sögunnar sem er snjallforrit sem viðskiptavinir geta nýtt sér vilji þeir gera innkaupin á netinu og fá sent heim. Krónan opnaði þrjár nýjar verslanir á árinu, ELKO og N1 opnuðu nýjar verslanir á Akureyri sem hafa allar hlotið góðar viðtökur.
Á heildina litið gekk reksturinn vel við þessar aðstæður og á starfsfólk okkar heiður skilinn fyrir framúrskarandi vinnu við að þjónusta viðskiptavini okkar. Það er gæfa Festi að eiga sterk vörumerki sem eru öll leiðtogar á sínum mörkuðum. Við sjáum ennþá mikil tækifæri í samstæðunni til framtíðar með nýtingu á tækni og lausnum sem auðvelda líf okkar viðskiptavina.
Horfur í rekstri Festi samstæðunnar eru góðar og félagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan. Umhverfismál eru stór hluti af okkar starfsemi og munum við áfram leggja mikla áherslu á gæði og öryggismál til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina," segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.
Nánari upplýsingar er að finna í viðhengjum.
Attachments
To view this piece of content from www.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.To view this piece of content from ml-eu.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.
About Globenewswire
Subscribe to releases from Globenewswire
Subscribe to all the latest releases from Globenewswire by registering your e-mail address below. You can unsubscribe at any time.
Latest releases from Globenewswire
World Vapers’ Alliance3.7.2025 06:00:00 CEST | Press release
EU’s Champions League: Sweden, Czech Republic, and Greece Score Big Against Smoking
KOORUI3.7.2025 05:54:31 CEST | Press release
KOORUI Emerges as a Gaming Monitor Contender Ahead of Amazon Prime Day Surge
Bitget Limited3.7.2025 04:00:00 CEST | Press release
Bitget Wraps Up Anti-Scam Month with Over 65% of Participants Successfully Identifying Crypto Fraud Tactics
Meydan Free Zone2.7.2025 23:15:49 CEST | Press release
Empowering Business Growth: DHL Express UAE and Meydan Free Zone Announce Strategic Logistics Partnership
Magna International Inc.2.7.2025 23:00:00 CEST | Press release
Magna International Inc. Announces Date for Second Quarter 2025 Results
In our pressroom you can read all our latest releases, find our press contacts, images, documents and other relevant information about us.
Visit our pressroom